
Ferðinni er heitið á Galdrasýninguna nú um miðjan daginn, þá í íþróttamiðstöðina þar sem gefst kostur á að líta á íþróttaæfingu og fara í sund og loks á að grilla og fylgjast með undanúrslitum Eurovison í skólanum. Þar gista gestir og heimamenn í setustofu og matsal skólans og má búast við náttfatapartíi fram eftir kvöldi. Hvanneyringar halda svo heim í fyrramálið og við tekur venjubundinn skóladagur hjá heimafólki.
Þess má geta að í síðasta mánuði sóttu áðurnefndir bekkir á Hólmavík Hvanneyringa heim og skoðuðu m.a. skólann þeirra, kennslufjós Landbúnaðarháskólans og búvélasafnið. Þá hafa skólarnir átt í tölvusamskiðtum gegnum msn og sent á milli sín kynningar á nemendum, skólunum og sinni heimabyggð. Umsjón með þessu starfi hafa systurnar Kristín S Einarsdóttir tölvukennari Grunnskólans á Hólmavík og Ástríður Einarsdóttir tölvukennari Andakílsskóla á Hvanneyri.