22/12/2024

Dagskrá Hamingjudaga kominn á vefinn

Dagskrá Hamingjudaga á Hólmavík liggur nú fyrir að mestu leyti og er aðgengileg á vef hátíðarinnar, www.hamingjudagar.is. Ljóst er að það verður mikið um dýrðir þessa daga sem hátíðin stendur yfir og bæði börn og fullorðnir fá ýmislegt við sitt hæfi. Dansleikir og hamingjutónar, listsýningar og dagskrá á sviði, gönguferðir og grillveisla, allt þetta er að finna á Hamingjudögunum og miklu miklu meira. Búist er við fjölmenni í bæinn og ef að líkum lætur munu brottfluttir Strandamenn fjölmenna á svæðið og skemmta sér konunglega með heimamönnum og gestum þeirra.