19/09/2024

Dagskrá Bryggjuhátíðar

Nú styttist óðum í Bryggjuhátíð á Drangsnesi sem haldin verður næsta laugardag, þann 16. júli. Undirbúningur er á fullu. Þessa viku er mætt á hverju kvöldi og unnið við að koma öllu í lag. Fjöldi fólks mætir og leggur sinn skerf fram til að gera hátíðina sem best úr garði. Öll þessi vinna er í sjálfboðavinnu. Verið er að raða niður á vinnuplan fyrir hátíðina og taka allir vel í að vinna.

Bara er vitað um einn sem ekki var jákvæður. Þarna hefur hann dólað um fjörðinn það sem af er sumri. Þótti einhverjum tilvalið að nota hann sem atriði og bjóða upp á jakasiglingu á Bryggjuhátíðinni. Einn útgerðarmaðurinn bauð fram bát og vinnu og allt var orðið klárt. Nú skyldi jakasigling sett á dagskrána. En þá fór jakinn fíni í fýlu, svo mikla að hann nánast lak niður og sigldi svo bara út fjörð og hefur lítið til hans spurst síðan. Enda engin not fyrir fýlupúka á Bryggjuhátíð.  

Dagskrá Bryggjuhátiðar 2005 á Drangsnesi þann 16. júlí er tilbúin og fylgir hér með:

10 – 11.30             Dorgveiði Kokkálsvík
11.30                     Heimsókn í Hákarlahjall Hamarsbæli – eitthvað gómsætt
11 – 15.30           Grímseyjarsiglingar – ath. siðasta ferð í land kl. 16
12 – 16                Húnbjörg –björgunarbátur Skagstrendinga við bryggjuna
12.30 – 14             Sjávarréttasmakk við frystihúsið
12.30 – 17             Markaðsstemming í tjöldum
13 – 17                Strandahestar
13 – 16                Grásleppusýning
13 – 17                Myndlistarsýningar. Sólrún Elíasdóttir, Elín Anna Þórisdóttir og nemendur grunnskólans sýna í grunnskólanum og þar er ljósmyndasýningin Mannlíf í Kaldrananeshreppi
13 – 17                Kaffihús í grunnskólanum
13.30                     Lifandi Tískusýning  Anna design – við frystihúsið
14                          Hljómsveitin Hölt Hóra – tónleikar við frystihúsið
15                          Vináttulandsleikur Hólmavík/Drangsnes
16.30                     Söngvarakeppni í Samkomuhúsinu Baldri. Muna að skrá sig hjá Freyju í síma 8667005   
18 – 20                Grillveisla við Samkomuhúsið Baldur
20                          Kvöldskemmtun í Samkomuhúsinu Baldri 
22                          Varðeldur við boltavöllinn – þarna verða allir!
23.30                     Dansleikur í Samkomuhúsinu Baldri. Veðurguðirnir spila 
 
Bjarni Elíasson sýnir málverk í Sundlaug Drangsness. Sýningin er opin á opnunartíma sundlaugarinnar,
 
Ljósmyndasýningin “Líttu við” er víða um þorpið. Minningar frá bryggjuhátíðum 1996 – 2004 
  
P.S     Það verður sundlaugarpartý föstudagskvöld frá kl. 21-23. Mætir Hölt Hóra á svæðið?