10/09/2024

Átta liða úrslit í kvöld

Í kvöld verða 8 liða úrslit í Spurningakeppni Strandamanna í félagsheimilinu á Hólmavík og að vanda hefjast keppnirnar kl. 20:00. Eftir kvöldið munu fjögur lið standa eftir og komast þau áfram á úrslitakvöldið sem verður haldið sunnudaginn 15. apríl. Aðgangseyrir er aðeins kr. 500.- fyrir eldri en 16 ára. Hér gefur að líta keppnir kvöldsins:

Heilbrigðisstofnunin á Hólmavík – Umf. Neisti
Leikfélag Hólmavíkur – Kennarar við Grunnskólann á Hólmavík
Grunnskólinn Drangsnesi – Skrifstofa Strandabyggðar
Hólmadrangur – Sparisjóður Strandamanna