22/12/2024

Dagrenning kölluð út


Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var kölluð út fyrir stuttu vegna bíls sem er fastur á Steingrímsfjarðarheiði. Þetta kemur fram á www.landsbjorg.is. Slysavarnafélagið Landsbjörg vill koma því á framfæri að veðurspáin er mjög slæm víða um land næstu sólarhringa og ekkert ferðaveður er mjög víða. Afar brýnt er að þeir sem telja sig nauðsynlega þurfa að vera á ferð kanni veðurspá og færð á vegum.