08/10/2024

Ný heimasíða – hve.is

Í nýútkomnu fréttabréfi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Hólmavík kemur fram að nýlega var opnuð heimasíða stofnunarinnar á slóðinni www.hve.is. Þar er hægt að finna margvíslegar upplýsingar um starfsemina og hverja stöð fyrir sig, en þær eru valdar í stiku efst á síðunni. Í fréttabréfinu kemur einnig fram að framundan eru inflúensubólusetningar á Heilsugæslunni á Hólmavík miðvikudag til föstudags kl. 13-16 alla dagana. Innan Heilbrigðisstofnunar Vesturlands sem tók til starfa í ársbyrjun eru heilbrigðisstofnanir á átta stöðum á Vesturlandi, Hólmavík og Hvammstanga.