19/09/2024

Afleysing í skólaskjóli

Félagsheimilið á HólmavíkBorist hefur tilkynning frá Hólmavíkurhreppi þar sem auglýst er eftir starfsmanni við afleysingar í skólaskjóli frá og með næsta mánudegi og í tvær vikur. Vinnutími er frá 12-17 alla virka daga, en skólaskjólið er starfrækt í Félagsheimilinu á Hólmavík fyrir börn í 1.-4. bekk Grunnskólans. Áhugasömum er bent á að hafa samband við skrifstofu Hólmavíkurhrepps í síma 451-3510 í síðasta lagi föstudaginn 7. janúar.