09/09/2024

Dagatal með myndum af Ströndum

Á Gjögri - ljósm. JJKrakkarnir í 8. og 9. bekk Grunnskólans á Hólmavík eru búin að gefa út dagatal fyrir árið 2008 með landslags- og mannlífsmyndum af Ströndum. Verðið er kr. 1.500.- fyrir dagatalið sem hentar afbragðsvel til jólagafa og rennur ágóðinn í ferðasjóð fyrir Danmerkurferð þessara bekkja haustið 2008. Hægt er að fá dagatalið í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík og verður einnig gengið í hús með það upp úr áramótum.