08/10/2024

Bryggjuhátíð á Drangsnesi á laugardag

Bryggjuhátíðin á Drangsnesi er núna á laugardaginn og flest er að verða tilbúið. Verður margt um dýrðir eins og fram kemur í dagskránni hér að neðan. Mjög góð mæting hefur verið á vinnukvöldum undanfarna daga og hafa hátt í 70% af íbúatölu Drangsness mætt í sjálfboðavinnu. Nú er búið að setja skilti við hverja götu og hvert hús í Kaldrananeshreppi með nýjum nöfnum. Göturnar fá nöfn eftir siglingaleiðum og húsin eftir fiskimiðum í Steingrímsfirði og norður um Bala. Tangahryggur á Rifleið er eitt að nýju heimilisföngunum á Drangsnesi. Mest er þetta gert til skemmtunar en ekki síður til að halda til haga gömlum örnefnum sem áður voru í daglegu tali fólks í sveitarfélaginu en eru með nýrri tækni óðum að hverfa.

Dagskrá Bryggjuhátíðar á Drangsnesi , laugardaginn 18. júlí

Kl.10-11.30 Dorgveiði Kokkálsvík
Kl. 11 Grímseyjarsund -Sjósundgarpar stinga sér til sunds frá Grímsey og synda í land
kl. 11-15.30 Grímseyjarsiglingar með Sundhana
Kl. 11:45 Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir björgun úr sjó
kl. 12:30 Sjávarréttasmakk við frystihúsið 
   Garðar Einarsson og nikkararnir með gömlu góðu lögin
   Markaðsstemming í tjaldinu                     
Kl 13 Grásleppusýning í Framtíðinni – fyrir utan Forvaða
   Myndlistarsýningar í skólanum
   Ljósmyndasýningin Mannlíf í Kaldrananeshreppi
   Kaffihúsið í skólanum
   Strandahestar
   Hagleiksmaðurinn Haukur Torfason sýnir garðinn sinn og verk. Aðalbraut 6.
Kl. 13:30 Strandamenn spila við Fiskvinnsluna Drang     
Kl. 14:00 Þjóðbrók og hitt hyskið í Baldri – brúðu- og skessuleikhús fyrir börn og fullorðna
Kl 14:30 Vináttulandsleikur í fótbolta   Drangsnes – Hólmavík á boltavellinum
Kl. 15 Sjonni Brink og Jogvan spila á planinu við Malarkaffi
Kl. 16 Söngvarakeppni, samkomuhúsinu Baldri  skrá sig í síma 6925842
Kl. 18 -19:30 Grillveisla, samkomuhúsinu Baldri
Kl. 20:30 Kvöldskemmtun með Ragga Torfa, samkomuhúsinu Baldri
Kl. 22 Varðeldur með bryggjusöng við boltavöllinn
Kl. 23 Sigurjón Brink og Jogvan skemmta á Malarkaffi
Kl. 23.30 Bryggjuhátíðarballið – Ungmennafélagið sér um stuðið  

Birta Guðjónsdóttir myndlistarkona með sýningu í skólanum.
Halldór Hjartarson og Sigrún Sigurbjartsdóttir með útskurð og málverk í skólanum.
Lilja Sigrún Jónsdóttir með myndlistarsýningu á Malarkaffi.
Halldór Höskuldsson með ljósmyndasýningu á spjöldunum á holtinu.
Árni Baldursson, með ljósmyndir í Sundlauginni.

Á föstudagskvöld 17.júlí spila Sigurjón Brink og Jogvan á Malarkaffi.