08/10/2024

Miklir vatnavextir í fyrradag

Mikil rigning var í fyrradag á Ströndum og töluðu margir að um einsdæmi væri að ræða. Mikið óx í ám og lækjum í rigningunni þó ekki yrði mikið um vegaskemmdir af þeim sökum. Hér má sjá myndir af Broddadalsá í rigningunni í fyrradag, en hún er venjulega sakleysisleg og vatnslítil og yfirleitt geta börn og fullorðnir stiklað þar yfir á steinum þurrum fótum. Svo sannarlega óvenjuleg sjón að sjá í júní.

Broddadalsá – Ljósm. Hafdís Gunnarsdóttir