24/07/2024

Bridgefélagið með kennslu

Spilakvöldin fara fram í húsnæði Björgunarsveitarinnar DagrenningBridgefélag Hólmavíkur ætlar að bjóða upp á æfingar í Bridge á næstunni. Það er upplagt tækifæri fyrir óvana byrjendur, en þar verða nokkrir bridgefélagar sem munu leggja sig fram um að segja nýliðum til í spilakúnstinni. Bridgefélagið hefur opnað þráð á Spjalltorgi strandir.saudfjarsetur.is og þar er hægt að skrá sig til þátttöku. Sjá slóðina hér. Einnig má hringja í Ingimund Pálsson, sími 893-1140 eða Karl Þór í síma 892-2596, ef óskað er nánari upplýsinga.