22/12/2024

Brellurnar komnar á Patreksfjörð

Hjólreiðahópurinn Brellurnar fékk góðar viðtökur þegar stúlkurnar í hópnum renndu inn á Patreksfjörð fyrr í dag. Fjölmenni var samankomið til að fagna Brellunum, en þær hafa nú lokið við að hjóla hringveginn í kringum Vestfirði til styrktar vinkonu sinni, Fríðu Eyrúnu Sæmundsdóttur, sem er blind. Var þeim vel fagnað með ræðuhöldum, söng og gríni og tók Ómar Ragnarsson þátt í sprellinu, en hann er nú heiðursgestur heimildamyndahátíðarinnar Skjaldborg á Patreksfirði. Fréttamaður strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum með myndavélina, en áður hefur verið birt viðtal við Brellurnar hér á vefnum.

Brellurnar skipa Björg Sæmundsdóttir, Elín Krístín Einarsdóttir, Halldóra Birna Jónsdóttir, María Ragnarsdóttir, Salóme Þorbjörg Guðmundsdóttir og Sædís Eiríksdóttir sem ók fylgdarbíl og leysti af að hjóla.

Við minnum á söfnunarreikninginn þeirra 153-05-23, kt. 100674-3199, og hvetjum alla lesendur strandir.saudfjarsetur.is til þess að styðja þetta góða málefni.

Brellurnar

frettamyndir/2011/640-brell5.jpg

frettamyndir/2011/640-brell3.jpg

frettamyndir/2011/640-brell1.jpg

Góðar móttökur á Patreksfirði – ljósm. Jón Jónsson