13/12/2024

Með táning í tölvunni í Trékyllisvík

Næstkomandi fimmtudag, þann 16. júní, fer Leikfélagið á Hólmavík í Trékyllisvík í Árneshreppi til þess að sýna leikritið Með táning í tölvunni. Um er að ræða bráðfyndinn farsa eftir Ray Cooney. Leikfélagið er nýkomið úr leikferð um Vestfirði sem tókst ljómandi vel, aðsókn var góð og vel tekið á móti leikfélaginu. Sýningin í Árnesi mun hefjast klukkan 20:00 og hvetjum við alla til þess að mæta á þessa stór skemmtilegu sýningu sem er lokasýningin á þessu verkefni Leikfélags Hólmavíkur sem nú á 30 ára afmæli.