16/06/2024

Áramótastemmning

Ekkert varð úr margboðuðu óveðri hér við Steingrímsfjörð á Ströndum. Gamlársdagur leið og Strandamenn skemmtu sér hið besta, á miðnætti var bjart og fallegt veður og flugeldar nutu sín vel, bæði þeir sem flugu hátt og hinir sem dreifðu ljóskúlum niðri við jörð. Hér fylgja nokkrar myndir úr fórum fréttaritara strandir.saudfjarsetur.is – Jóns Jónssonar – til að bregða ljósi á áramótastemmninguna.

Ljósm. Jón Jónsson