13/05/2024

Branduglur heimsækja Brand

Núna í tvö kvöld í röð hefur Guðbrandur bóndi á Bassastöðum fengið góða aðstoð við músaveiðarnar, en tvær branduglur hafa verið í heimsókn hjá nafna sínum. Þær hafa lagt drjúgt af mörkum við veiðarnar, en ekki hafa þær sýnt veiðikort eða önnur skilríki um heimild til veiða og líklega taka þær sér bara bessaleyfi. Hvað um það, bóndi kann þeim bestu þakkir fyrir aðstoðina og vonandi verða þær eitthvað áfram en það er í mörg horn að líta hjá þeim sem stunda músaveiðar, ekki síður en hjá rjúpnaskyttunum

Myndirnar af annarri branduglunni náðust með því að beina að henni sterku ljósi og voru teknar með myndavél án aðdráttarlinsu.

Ljósm. Guðbrandur Sverrisson