20/04/2024

Undirbúningur vegna karókí keppninnar hafinn

Hluti söngvaranna sem stefna að þátttöku í karókí-keppni vinnustaða á Ströndum komu saman í fyrsta sinn í gærkvöldi á Café Ris til skrafs og ráðagerða og líta á lagalista. Ákveðið var að færa undankeppnin sem fer fram næsta laugardagskvöld í Braggann á Hólmavík vegna plássleysis á Café Riis en veitingastaðurinn sprengdi utan af sér í fyrra og margir þurftu að horfa á forkeppnina á tjaldi í öðrum sal. Þetta er í annað sinn sem keppnin verður haldin og það stefnir í góða þátttöku, en u.þ.b. fimmtán keppendur hafa skráð sig til leiks frá um tíu fyrirtækjum og stofnunum. Miðað við fyrstu tilraunir söngvaranna í gærkvöldi þá stefnir í ekki minni stemmningu en á síðasta ári.