22/12/2024

Bókasafnið opið í kvöld

Héraðsbókasafn Strandasýslu á Hólmavík er opið í kvöld þriðjudag milli 19:30-20:30 og er það síðasti opnunartími fyrir jólin. Er því rétt að grípa tækifærið til að ná sér í lesefni fyrir hátíðirnar. Það verður svo einnig opið á sama tíma á þriðjudagskvöldið milli jóla og nýárs. Á milli jóla og nýárs verður einnig bókakvöld í félagsheimilinu á Hólmavík, miðvikudaginn 28. desember, þar sem fjallað verður um bækur um og eftir Strandamenn með sérstakri áherslu á persónulegar heimildir.