14/11/2024

Sauðfjársetur og Ferðaþjónustan Kirkjuból á súpufundi

Vikulegur súpufundur á Café Riis á Hólmavík verður haldinn fimmtudaginn 28. janúar kl. 12-13. Að þessu sinni taka Sauðfjársetur á Ströndum og Ferðaþjónustan Kirkjuból höndum saman um kynningu. Rætt verður um rekstur ferðaþjónustu við veg 68, margvísleg verkefni sem fyrirtækin taka þátt í eða vinna að saman, framtíðaráform og fyrirætlanir, ógnanir og sóknarfæri. Allir eru velkomnir á súpufundina sem Þróunarsetrið á Hólmavík og Arnkatla 2008 standa að.