19/09/2024

Lægst útsvar í Bæjarhreppi

Nú hafa sveitarfélög landsins gefið upp hver verður útsvarsprósentan sem rennur til þeirra frá launafólki á næsta ári. Er skemmst frá því að segja að öll sveitarfélög á Vestfjörðum og Ströndum nýta sér heimild til að leggja á hámarksprósentu sem er 13,03%, eins og reyndar þorri sveitarfélaga í landinu. Eina undantekningin er að í Bæjarhreppi er útsvarsprósentan 12,6% og borga íbúar þar lægri skatta sem því nemur. Sveitarfélögin geta ákveðið útsvar á bilinu 11,24 til 13,03%. Þrjú sveitarfélög í landinu leggja á lágmarks útsvar.