04/05/2024

Ekki tangur né tetur eftir af Brúarskála

Ekki sást tangur né tetur af Brúarskála þegar tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is átti leið hjá í gær en skálinn var rifinn í vikunni. Aðeins grunnurinn stóð eftir og ef vel var gáð mátti ennþá sjá flísarnar á gólfinu. Vegagerðarmenn voru þegar byrjaðir að leggja veg yfir hornið á skálanum og yfir grunninn verður einnig lögð tenging inn á veginn sem nú tilheyrir hringveginum og liggur um brúna yfir Hrútafjarðará. Vegamótin norður á Strandir færast hins vegar rétt rúma 4 km norður eftir Djúpvegi og verða í fjarðarbotninum austan við Fjarðarhorn eftir að umferð verður hleypt á veginn.

Hér stóð Brúarskáli – ljósm. Jón Jónsson