22/12/2024

Bókasafnið opið í kvöld

Héraðsbókasafnið í Grunnskólanum á Hólmavík verður opið í kvöld, miðvikudaginn 29. desember, frá 20:00-21:00. Notendur safnsins hafa því tækifæri á að ná sér í lesefni fyrir áramótin og skila bókum sem þeir lásu um jólin. Næst verður opið þriðjudaginn 4. janúar á hefðbundnum tíma, frá 8:40-12:00.

Bóka- og ljóðakvöld, sem venjulega er fyrsta fimmtudag í mánuði, verður næst 13. janúar, þar sem fyrsti fimmtudagurinn kemur upp á þrettándanum.

Vef Héraðsbókasafns Strandasýslu má finna hér.