13/09/2024

Kvöldvaka í Viku símenntunar

Í tilefni af Viku símenntunar á Vestfjörðum verður haldin kvöldvaka á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík miðvikudagskvöldið 28. september frá kl. 20:00 – 22:30. Það er Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem stendur fyrir dagskránni. Smári Haraldsson forstöðumaður Fræðslumiðstöðvarinnar fjallar um leikinn að læra og fleiri skemmtilegir fyrirlesarar fjalla um önnur málefni. Hápunktur kvöldsins er dagskráin Davíðsljóð með vöfflum og ástarvikusultum sem fjöllistakonurnar Soffía Vagnsdóttir og Ylfa Mist Helgadóttir sjá um. Dagskrá kvöldvökunnar er hægt að nálgast hér í heild sinni, en aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.