15/04/2024

Björgunarsveitin Húnar verður til

Í gær laugardaginn 24. febrúar var skrifað undirmerkan samning um sameiningu Björgunarsveitarinnar Káraborgar og Flugbjörgunarsveitar V-Húnavatnssýslu og eru þá björgunarsveitir í Húnaþingi vestra og Bæjarhreppi sameinaðar. Heitir nýja sveitin Björgunarsveitin Húnar. Fjölmennt var í Borgarvirki þar sem skrifað var undir, en þangað mætti m.a. stjórn Slysavarnafélagssins Landsbjargar, björgunarsveitarfólk í grannhéruðum og margir íbúar úr Húnaþingi vestra og Bæjarhreppi. Eftir undirskriftina var ekið til Hvammstanga í bílalest þar sem móttaka var í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Nýrri björgunarsveit voru færðar góðar gjafir og fluttar kveðjur og árnaðaróskir í tilefni sameiningarinnar.


Myndir frá viðburðinum má finna á vefsíðunni www.123.is/karaborg.