24/04/2024

Nótan á Hólmavík á laugardag

Uppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla verður haldin í Reykjavík í fyrsta sinn laugardaginn 27.mars nk. undir heitinu Nótan, en hátíðin er sambland tónleika og keppni. Undanfari hátíðarinnar í Reykjavík eru sameiginlegir svæðistónleikar á fjórum stöðum á landinu og verða tónleikarnir fyrir Vesturland og Vestfirði  haldnir í Hólmavíkurkirkju laugardaginn 13. mars og hefjast kl. 14:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir, en þarna koma fram nemendur frá tíu tónlistarskólum á svæðinu og valin verða 3 atriði til flutnings á hátíðartónleikunum í Reykjavík. Kaffiveitingar verða í Bragganum í hléi og sjá Danmerkurfarar í Grunnskólanum á Hólmavík um þær.

Þessir skólar verða með atriði á svæðistónleikunum:

Tónlistardeild Grunnskólans í Súðavík
Tónlistarskóli Tálknafjarðar
Auðarskóli í Dalasýslu
Tónskólinn á Hólmavík
Tónlistarskóli Snæfellsbæjar
Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar
Tónlistarskóli Stykkishólms
Tónlistarskóli Borgarfjarðar
Tónlistarskóli Ísafjarðar
Tónlistarskólinn á Akranesi