12/09/2024

Auglýst eftir verkefnastjóra

150-holmavik_plassidAtvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Héraðsnefnd Strandasýslu fyrir hönd sveitarfélaganna á Ströndum hafa nú náð samkomulagi um að auglýsa eftir starfsmanni með aðsetur á Hólmavík til að vinna að atvinnusköpun og þróunarverkefnum, m.a. í tengslum við Vaxtarsamning Vestfjarða. Þegar er búið að tryggja fjármagn fyrir þessari stöðu út árið 2008. Í auglýsingunni kemur fram að umsóknarfrestur er til 25. nóvember og leitað er að starfsmanni með háskólapróf í viðskipta-, rekstrar- eða markaðsfræðum sem jafnframt er æskilegt að hafi reynslu af fyrirtækjarekstri. Auglýsinguna má nálgast hér.