09/09/2024

Mikil makrílveiði í Steingrímsfirði

645-makr1
Mikil og góð makrílveiði er nú í Steingrímsfirði á Ströndum og hefur fjöldi báta streymt að. Starfmenn Hólmavíkurhafnar hafa varla undan að þjónusta alla þá báta sem vilja landa á Hólmavík, þrátt fyrir að verulega hafi verið bætt í aðföng og mannskap. Sjómenn og útgerðir sem hug hafa á að koma á svæðið eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn hafnarinnar, í vaktsíma 865-4806 til að kanna aðstæður áður en lagt er af stað, þar sem ekki er hægt að tryggja legupláss fyrir fleiri báta og veruleg bið getur orðið eftir löndun, enda er höfnin ekki miðuð við það at sem nú er í gangi

645-makr3 645-makr2

Líf og fjör við Hólmavíkurhöfn – ljósm. Jón Jónsson