23/12/2024

Auglýst eftir framkvæmdastjóra Hamingjudaga

Strandabyggð hefur auglýst eftir framkvæmdastjóra fyrir bæjarhátíðina Hamingjudagar á Hólmavík sem haldin verður dagana 2.-4. júlí í sumar. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 22. febrúar og eru nánari upplýsingar gefnar í s. 451-3510 eða holmavik@holmavik.is. Hamingjudagar voru fyrst haldnir 2005 og er venjulega mikið um að vera, m.a. tónleikar, dansleikir, kassabílakeppni, gönguferðir og útivist, auk þess sem Furðuleikar Sauðfjársetursins hafa verið hluti hátíðarinnar síðustu árin. Eins hefur oftast verið skemmtileg samkeppni um hamingjulag og mikið er lagt upp úr skreytingum í bænum.