04/10/2024

Strandakúnst fundar um sumarstarfið

645-strandakunst1
Fréttatilkynning

Nú er komið að því að skipuleggja sumarið, en Strandakúnst stefnir á að opna 10. júní. Að þessu sinni verður handverksmarkaðurinn niðri í bæ á móti aðalinngangi aðalinngangi Upplýsingamiðstöðvar ferðamála og Galdrasýningarinnar. Byggt hefur verið nýtt hús fyrir starfsemina og við hlökkum til að koma okkur fyrir í því. Það vantar fólk til að vinna við söluna og nú viljum við heyra hvað söluaðilar hafa um þau mál að segja.

Vegna aukins kostnaðar við rekstur handverksmarkaðarins munum við hækka söluprósentu um 10% og verður þá 20% í heildina. Hugmyndir eru um að þeir/þær sem vinna borgi 5%.

Söluaðilar skulu koma með varninginn snyrtilega merktan með nafni og verði að viðbættri prósentuálagningunni. Títuprjónar og límmiðar eru óæskilegir í verðmerkingu á fatnaði og væntanlega verður hægt að fá verðspjöld með Strandamerkinu hjá okkur.

Það verður skipulagsfundur yfir kaffi eða tebolla í Galdrasafninu miðvikudaginn 5. júní kl 20.00, þar verður sumarið kortlagt. Mætum allt áhugafólk um þessa menningarstarfsemi.

Þeir sem eru með handverk til sölu hafi samband við Ásdísi í síma: 694-3306 eða Ingibjörgu í síma: 663-0497.