12/09/2024

Atvinnuþróunarfélagið fundar

Lógó AtVestAtvinnuþróunarfélag Vestfjarða verður með viðveru á skrifstofu Hólmavíkurhrepps á Hólmavík í dag, frá kl. 13:00-16:00. Síðan verður opinn fundur um Markaðsskrifstofu Vestfjarða í félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld kl. 20:00. Þar á að kynna hugmyndir um Markaðsskrifsofu Vestfjarða, hlutverk hennar, fjármögnun og stjórnskipulag. Það eru Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri AtVest og Fjórðungssambands Vestfjarða og Neil Shiran Þórisson markaðsráðgjafi sem hafa framsögu á fundinum í kvöld.