22/12/2024

Ásdís Olsen og Karl Ágúst á Hamingjudaga

Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík fær frábæra gesti í sumar því Ásdís
Olsen og Karl Ágúst Úlfsson ætla að mæta á hátíðina. Ásdís býður upp á
opna vinnustofu í félagsheimilinu þar sem þátttakendur geta lært
aðferðir til að auka hamingju sína. Hún hefur í vetur stjórnað
þáttunum Hamingjan sanna á Stöð 2 og lagt stund á jákvæða sálfræði
undanfarin ár, auk þess sem hún er kennari í hugrænni atferlismeðferð og
núvitund frá Bangor-háskóla. Karl Ágúst Úlfsson mun stjórna
samfélags-trommuhring og flæði utandyra fyrir gesti og gangandi
laugardaginn 2. júlí. Karl hefur um árabil verið einn ástsælasti
leikari, skáld, þýðandi og listamaður þjóðarinnar.
 


Frá þessu er sagt á vef Hamingjudaga.