29/05/2024

Tillaga um lista Sjálfstæðismanna

Samkvæmt heimildum www.skessuhorn.is hefur uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi lagt fram tillögu að framboðslista. Kjördæmisráð flokksins ákveður síðan endanlegan lista á fundi í Borgarnesi á morgun, en tillögu uppstillingarnefndar má sjá hér að neðan. Gert er ráð fyrir að þingmennirnir þrír skipi þrjú efstu sætin, eins og búist var við.

Samkvæmt Skessuhorni er tillaga um að röð fyrstu manna verði eftirfarandi:

1. Sturla Böðvarsson Stykkishólmi
2. Einar Kristinn Guðfinnsson Bolungarvík 
3. Einar Oddur Kristjánsson Flateyri 
4. Herdís Þórðardóttir Akranesi 
5. Guðný Helga Björnsdóttir Hrútafirði 
6. Birna Lárusdóttir Ísafirði 
7. Magnea K.Guðmundsdóttir Skagafirði 
8. Bergþór Ólason Akranesi 
9. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Akranesi