22/12/2024

Árshátíð Grunnskólans á föstudag

Árshátíð Grunnskólans á Hólmavík verður haldinn næsta föstudag kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík og eru allir hjartanlega velkomnir á skemmtunina. Undirbúningur fyrir hátíðina setur svip á skólastarfið í vikunni og hefðbundin kennsla er brotin upp, sérstaklega hjá unglingadeildinni (8.-10. bekk). Valgreinar í 9. og 10. bekk falla niður og sama gildir um íþróttakennslu í 5.-10. bekk. Í stað hennar kemur danskennsla sem fer fram í Íþróttamiðstöðinni og undirbúningur fyrir árshátíðina. Tónskólinn í sinni hefðbundnu mynd fellur einnig niður og íþróttaæfingar hjá Ungmennafélaginu Geislanum.

Kennsla í yngri deildum (1.-4. bekk) verður með hefðbundnu sniði í vikunni og Skólaskjólið er rekið með venjubundnum hætti.