12/12/2024

Áramótadiskó og opið á Riis

Á gamlárskvöld verður diskótek í bragganum á Hólmavík. Þar verður 16 ára aldurstakmark og aðgangseyrir er kónur 1.500.- á mann. Hefst skemmtunin þegar hálf klukkustund er liðin af nýju ári eða kl. 00:30 eftir miðnætti. Á sama tíma verður barinn opinn á Café Riis, en þar verður 18 ára aldurstakmark.