22/07/2024

Áramótaball í Bragganum

Áramótaball verður haldið í Bragganum á Hólmavík eftir miðnætti 31. desember á vegum Café Riis og í fréttatilkynningu kemur fram að stefnt er að því að endurvekja gömlu áramótastemminguna. Það er Bangsabandið sem leikur fyrir dansi og aðgangseyrir er 2.500 krónur. Aldurstakmark er 16 ár og vilja aðstandendur áramótaballsins koma því á framfæri að samkvæmt tilskipun frá sýslumanni miðast aldurstakmarkið við fæðingardag, en ekki fæðingarár eins og verið hefur á Hólmavík eins lengi og elstu menn muna.