20/04/2024

Allt á fullu hjá Jörundi

Nú standa yfir stífar æfingar hjá Leikfélagi Hólmavíkur á söngleiknum Þið munið hann Jörund eftir Jónas Árnason. Að sögn Jóhönnu Ásu Einarsdóttur, formanns leikfélagsins, hefur stefnan verið tekin á að frumsýna verkið laugardaginn 24. mars næstkomandi og að líkindum verður farið í einhverjar leikferðir. Leikstjóri verksins er Skúli Gautason, en hann hefur leikstýrt tveimur uppsetningum hjá leikfélaginu áður, Sex í sveit og Tobacco Road. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is leit við á leikæfingu í vikunni sem leið og komst að því að persónurnar eru óðum að taka á sig mynd; hinn eineygði Charlie Brown haltraði um á staurfætinum, Jörundur bar myndarlegan hatt á höfði og stutt var í dans og söng hjá öllum viðstöddum. Það verður án efa spennandi að sjá afraksturinn nú í lok mánaðarins.

Leikhópurinn

Dansæfing í Félagsheimilinu.

Gunnar Melsteð skartar fríðu höfuðfati í hlutverki Jörundar.

frettamyndir/2007/580-leikafing1.jpg          frettamyndir/2007/260-leikafing1.jpg

Jón Gústi Jónsson sem Laddie og Sigurður Atlason í hlutverki Charlie Brown.

frettamyndir/2007/580-leikafing3.jpg

Leikstjórinn Skúli Gautason glaður í bragði, enda allt á réttu róli.

Hópurinn tók að sjálfsögðu lagið samhliða myndatökunni.

Ljósm. Arnar S. Jónsson.