19/04/2024

Ákveðið að fresta niðurrifi fram yfir fund Húsafriðunarnefndar

Samkvæmt upplýsingum strandir.saudfjarsetur.is stendur ákvörðun um niðurrif gamla barnaskólans við Kópnesbraut óbreytt. Ákvörðun var tekin um það í gærkvöldi á fundi sveitarstjórnar að stefna áfram að niðurrifi hússins, en fresta framkvæmdum fram yfir fund Húsafriðunarnefndar þann 30. nóvember. Undirskriftarlistar með undirskriftum ríflega 70 íbúa sveitarfélagsins barst sveitarstjórn fyrir fundinn, þar sem farið var fram á frestunina. Ekki var einhugur um málið í sveitarstjórn, en minnihluti sveitarstjórnar vildi hefja framkvæmdir við niðurrifið nú þegar.

Þeir sem áhuga hafa á verndun hússins þurfa því að bíða fram yfir fund Húsafriðunarnefndar ríkisins. Þar verður tekið fyrir hvort Húsafriðunarnefnd hyggst friða húsið.