Categories
Frétt

Jólabækurnar koma

Ester Sigfúsdóttir bókavörður á Héraðsbókasafni Strandasýslu segir að von sé á vænni sendingu af nýjum bókum til safnsins á morgun fimmtudag. Þær verða orðnar aðgengilegar til útláns á opnunartíma safnins annað kvöld, en á fimmtudagskvöldum er safnið opið frá 20-21. Um það bil 200 nýjar bækur eru keyptar fyrir jólin ár hvert. Allir geta orðið félagar í bókasafninu og er árgjaldið aðeins krónur 2.700.- sem er töluvert lægra en verðið á einni nýrri bók.

Ester bókavörður við afgreiðslu – ljósm. Jón Jónsson