30/10/2024

Áfram unnið í slitlaginu

Ætlunin er að ljúka vinnu við lagfæringar á bundnu slitlagi við Hólmavík og nýtt slitlag við Drangsnes í þessari viku og eru starfsmenn í klæðningarflokki Borgarverks væntanlegir eða jafnvel nýkomnir á svæðið til að ljúka verkinu. Vinnuflokkar frá Borgarverki sem er með höfuðstöðvar í Borgarnesi voru á Ströndum mikinn hluta ágústmánaðar, en misjafnt gekk með framkvæmdir vegna úrkomu og óheppilegrar veðráttu fyrir slitlagsvinnu. Eins er eftir að merkja veginn að nýju og setja upp stikur.