22/12/2024

Afgreiðslu Sparisjóðsins á Borðeyri lokað

Afgreiðslu Sparisjóðsins á Borðeyri verður lokað um næstu mánaðarmót, en afgreiðslan þar er hluti af starfsemi Sparisjóðsins í Keflavík. Eins og vænta má er lokun afgreiðslunnar á Borðeyri heimamönnum mikil vonbrigði, enda hefur verið samfelldur rekstur sparisjóðs í Bæjarhreppi í rétt tæpa öld og alltaf er erfitt þegar störfum fækkar. Sparisjóður Hrútfirðinga tók fyrst til starfa 1910 og hafði höfuðstöðvar á Borðeyri frá 1976 og var fólki í byggðarlaginu alla tíð ómetanleg stoð í sókn til betra lífs. Sjóðurinn sameinaðist Sparisjóði Vestur-Húnavatnssýslu árið 1998 undir nafninu Sparisjóður Húnaþings og Stranda og hafði hann afgreiðslu á Hvammstanga og Borðeyri. Sá sjóður sameinaðist síðan nýverið Sparisjóðnum í Keflavík og Sparisjóði Vestfirðinga undir nafni Sparisjóðsins í Keflavík.