23/12/2024

Aðventukvöld á Hólmavík og Drangsnesi

Á döfinni eru tvö aðventukvöld á Ströndum, í Hólmavíkurkirkju og í Drangsneskapellu. Aðventukvöldið verður í Hólmvíkurkirkju í kvöld, 6. desember. Þar munu fermingarbörn næsta vors lesa upp og stúlknakór mun ásamt kvennakórnum frumflytja jólakvæði við ungverskt jólalag. Kirkjukórinn syngur og svo verður að venju almennur söngur. Aðventukvöldið í Drangsneskapellu verður þriðjudaginn 11. desember. Þar verða einnig sungin aðventu- og jólalög og lesin jólasaga. Hugvekju flytur Kristín Árnadóttir, djákni. Bæði aðventukvöldin hefjast kl. 19:30.