01/12/2024

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík verður haldinn í skólanum í dag, þriðjudaginn 1. febrúar, kl. 18:00. Allir foreldrar eru þar hjartanlega velkomnir, en meðal þess sem fram fer á fundinum er kosning tveggja nýrra stjórnarmanna. Foreldrafélagið hefur undanfarin ár styrkt skólastarfið á margvíslegan hátt og staðið fyrir ýmis konar fjáröflun í þágu þess.