24/06/2024

Þorrablót á Drangsnesi

DrangsnesHið árlega þorrablót Drangsnesinga verður haldið laugardaginn 5. febrúar nk. Drangsnesingar eru vanir að laga bæði fiskvinnslu og sjósókn að þeim atburði þar sem nær allir hreppsbúar sem aldur hafa mæta á skemmtunina, ásamt gestum sem gjarnan sækja okkur heim af þessu tilefni. Undirbúningur hefur staðið yfir síðustu vikur og bíða allir spenntir eftir því að sjá hvort þeir komi við sögu í skemmtiatriðunum að þessu sinni. Hljómsveit Baldurs Geirmundssonar leikur síðan fyrir dansi og það klikkar ekki.