22/12/2024

Aðalfundur Dagrenningar

Björgunarsveitarhúsið á HólmavíkAðalfundur Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík verður haldinn á morgun, sunnudaginn 6. febrúar, í Björgunarsveitarhúsinu að Höfðagötu 9. Hefst fundurinn kl. 18:00 stundvíslega. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Ætlunin er að hafa fundinn bæði stuttan og hnitmiðaðan, svo fundarmenn komist á Spurningakeppnina að honum loknum.