04/05/2024

Umhverfisviðurkenningar í Strandabyggð

Ásdís Jónsdóttir og Lýður JónssonÁ 17. júní skemmtun á Hólmavík afhenti Lýður Jónsson þrjár viðurkenningar fyrir hönd Umhverfisnefndar Strandabyggðar, fyrir snyrtilegt umhverfi. Voru viðurkenningar í þremur flokkum. Steinadalur í Kollafirði fékk viðurkenningu í flokki sveitabæja, Borgabraut 2 (hús Þorbjargar Stefáns og Unnars Ragnarssonar) í flokki heimila í þéttbýlinu á Hólmavík og Galdrasafnið á Hólmavík í flokki fyrirtækja og stofnanna. Þá fékk Lýður sjálfur viðurkenningu frá Menningarmálanefnd Strandabyggðar fyrir framtakssemi og umhverfisbætur, en hann lagfærði og endurbætti leikvöll í Höfðahverfinu á Hólmavík upp á eigin spýtur í vor.

Lýður Jónsson og Ásdís Jónsdóttir sem tók við viðurkenningunni fyrir Steinadal