04/10/2024

Aðalfundur Æðarverndarfélags Strandasýslu


Stjórn Æðarverndarfélags Strandasýslu boðar til aðalfundar laugardaginn 27. október næstkomandi í Hnyðju í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Félagsmenn hafa verið boðaðir bréflega til fundarins sem hefst kl. 16:00 og aðrir sem áhuga hafa eru hvattir til að ganga til liðs við félagsskapinn og svæðisdeildina á Ströndum. Guðbjörg Gauksdóttir formaður Æðarræktarfélags Íslands mætir á fundinn og einnig Guðbjörg Jóhannesdóttir hlunnindaráðgjafi. Núverandi formaður Æðarverndarfélags Strandasýslu er Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði.