22/12/2024

18 ára aldurstakmark á Potter-upptökuna

Nú hefur komið í ljós að ákveðinn misskilningur var uppi um þá „bardagasenu“ sem taka átti við Galdrasýninguna fyrir næstu Harry Potter mynd klukkan 15:00 í dag. Vissulega er óskað eftir að fullorðnir íbúar Stranda flykkist á staðinn í svörtum fötum og taki að sér statistahlutverk í upptökunum, en atriðin munu hins vegar vera þess eðlis að forráðamenn barna 18 ára og yngri eru vinsamlegast beðnir um að halda þeim fjarri upptökustað og helst heima við á meðan á tökum stendur. Myndin hér til hliðar af Daniel Radcliffe og vinkonu hans var tekin á gistihúsi í grennd við Hólmavík í gær, þegar sá hluti „bardagasenunnar“ sem fram fer innandyra var tekin upp.

Jón Páll Hreinsson forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða vill koma á framfæri þeim tilmælum til fullorðinna Strandamanna að láta sjá sig við upptökurnar á eftir, en þeir megi þó ekki sýna nein merki hneykslunar eða undrunar á meðan þeir eru í mynd.