Categories
Frétt

Tjaldurinn spókar sig við Miðdalsána

Útivist er í hávegum höfð á mörgum heimilum á Ströndum á nýju ári, enda hefur viðrað vel til slíkrar iðju. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is er einn af þeim sem fer nú í gönguferðir í góða veðrinu um hádegisbil dag hvern og hefur með sér myndavél. Það bar til tíðinda í dag að þrír tjaldar sáust flögra um rétt utan við Miðdalsána við sunnanverðan Steingrímsfjörð, en ekki er vitað til að þeir hafi þar vetursetu. Hins vegar hafa nokkrir tjaldar haldið til í Skeljavík við Hólmavík síðustu vetur og kannski hafa þeir verið í skoðunarferð út með firðinum þegar þeir voru festir á minniskubbinn. Eins og fleiri náttúrufyrirbæri.

0

bottom

frettamyndir/2010/580-selur-endur.jpg

frettamyndir/2010/580-tjaldur2010a.jpg

frettamyndir/2010/580-holm3.jpg

frettamyndir/2010/580-holm1.jpg

frettamyndir/2010/580-gonguferd1.jpg

frettamyndir/2010/580-gonguferd3.jpg

Náttúra og dýralíf við Steingrímsfjörð – Ljósm. Jón Jónsson