22/12/2024

Vetrarstarf Norðurljósa að hefjast

Vetrarstarf kvennakórsins Norðurljós fer að hefjast en kórinn er skipaður konum víða af Ströndum. Að sögn Sigríðar Óladóttur kórstjóra þá eru mörg spennandi verkefni framundan í vetur auk hefðbundinna tónleika bæði innanhéraðs og utan. Meðal annars er á döfinni upptaka á geisladiski með söng kórsins og hafinn verður undirbúningur utanlandsferðar sem er áætlað að fara vorið 2007. "Við bjóðum nýja félaga hjartanlega velkomna í kórstarfið", segir Sigríður "og við vonumst til að sjá sem flestar konur á fyrstu æfingunni á þriðjudagskvöld í Hólmavíkurkirkju, sem hefst klukkan átta."