11/09/2024

Yfir helmingur gegn sameiningu?

Yfir helmingur þeirra sem hafa tekið þátt í könnuninni hér á strandir.saudfjarsetur.is undanfarna viku um hug fólks til sameiningar sveitarfélaga á Ströndum eru andvígir sameiningu þeirra. Það skal þó tekið fram að allar kannanir sem birtast hér á fréttamiðlinum eru til gamans gerðar og engin leið að treysta á öryggi þeirra. Kosið verður um sameiningu sveitarfélaga þann 8. október n.k. en von var á kynningarbæklingi sameiginlegrar kynningarnefndar sveitarfélaga í fjórum nyrstu hreppum Strandasýslu vegna kosninganna inn um bréfalúguna í síðustu viku. Engar upplýsingar hafa borist um hvar kynningarpésinn er staddur nú um stundir eða hvenær íbúar sveitarfélaganna megi eiga von á hvað kynningarnefndin leggur til málanna fyrir íbúana að velta vöngum yfir.