27/04/2024

Útkall hjá björgunarsveitum


Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um klukkan 18:30 til leitar að rjúpnaskyttu sem var við veiðar í Bröttubrekku við Teigsfjöll. Um 10 mínútum eftir að björgunarsveitir voru boðaðar skilaði skyttan sér til félaga sinna og var þá aðstoð björgunarsveita afturkölluð. Um 45 mínútum síðar voru björgunarsveitir aftur kallaðar út, að þessu sinni frá Hólmavík og Drangsnesi. Tilkynnt var um týnda rjúpnaskyttu í Selárdal við Steingrímsfjörð. Hálftíma síðar var sú leit einnig afturkölluð. Þetta kemur fram á vef Landsbjargar – www.landsbjorg.is.